Vogunarsjóðir áfram stærstir í Arion

mbl.is/Eggert

Arion banki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa í bankanum miðað við 20. júní. Stærsti einstaki hluthafinn er áfram Kaupskil. Hlutur félagsins nemur 32,67% og þar af eru 15,42% í formu sænskra heimildarskírteina.

Næststærstur er bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital sem fer með 9,99% hlut í gegnum félagið TCA New Sidecar III. 

Breski vogunarsjóðurinn á þriðja stærsta hlutinn gegnum Trinity Investments Designated Activity Company, eða 9,17%. 

Sænski bankinn SEB fer með 29,17% hlut fyrir hönd handhafa sænskra heimildarskírteina. Hæsta einstaka úthlutun í formi SDR bréfa nam 1,15% af heildar útgefnum bréfum bankans. 

Hér eru stærstu hluthafar í Arion banka:

  • SEB fyrir hönd handhafa sænskra heimildaskírteina (SDR)* - (29,17%)
  • Kaupskil ehf. - (17,25%)
  • TCA New Sidecar III s.a.r.l (Taconic Capital Advisors) - (9,99%)
  • Arion banki hf. - (9,52%)
  • Trinity Investments Designated Activity Company (Attestor Capital LLP) - (9,17%) 
  • Sculptor Investments s.a.r.l (Félag tengt Och-Ziff Capital Managment Group) - (6,58%)
  • ELQ Investors II Ltd. (Goldman Sachs International) - (3,37%)
  • Lansdowne Icav Lansdowne Euro - (2,48%)
  • CF Miton UK Multi Cap Income - (1,22%)

Greint var frá því í Morgunblaðinu að fjór­ir stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hefðu borið lítið úr být­um í hluta­fjárút­boði í Ari­on banka. Þannig er heild­ar­eign sjóðanna rétt und­ir 1,8% af út­gefnu hluta­fé bank­ans.

Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn, sem er í stýr­ingu hjá Ari­on banka, fékk út­hlutað 8 millj­ón­um bréfa í bank­an­um, sem jafn­gild­ir 0,4% í heild­ar­hluta­fé bank­ans og Eft­ir­launa­sjóður fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna, sem einnig er í stýr­ingu hjá Ari­on banka, tryggði sér 450 þúsund hluti í banka­út­boðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK