Skrá Airbnb-íbúðir áður en vaktin hefst

Heimagistingarvaktin fer á stjá innan skamms.
Heimagistingarvaktin fer á stjá innan skamms. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Skráðum íbúðum í heimagistingu á landinu hefur fjölgað um á annað hundrað síðustu þrjár vikurnar og eru nú 1.427. 16 dagar eru síðan Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, undirrituðu samning um aukið eftirlit með heimagistingu. Samningurinn er hluti af átaki sem ætlað er að hvetja til skráningar á skammtímaútleigum.

Af íbúðunum 1.427 eru 610 í Reykjavík, 151 í nágrannasveitarfélögum borgarinnar og afgangurinn, 666 íbúðir, á landsbyggðinni.

Embætti sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur aug­lýst störf á heimag­ist­ing­ar­vakt laus til um­sókna en starfsmenn munu hafa eftirlit með því hvort íbúðarhúsnæði, sem leigt er ferðamönnum, hafi til þess starfsleyfi og eins hvort leigusalar standi skil á sköttum. Umsóknarfrestur er til 16. júlí og gert ráð fyrir að vaktmenn taki til starfa stuttu síðar.

Hægt er að fletta upp húsnæði í skráðri heimagistingu á vef sýslumanna.

Ný lög um heimagistingu tóku gildi í júlí í fyrra og var umsóknarferli fyrir heimagistingu þá einfaldað. Þegar lögin tóku gildi voru einungis 610 leyfi fyrir heimagistingu á landinu. Heimagisting er skilgreind sem útleiga á húsnæði, í 90 daga eða skemur á ári, sem annars er íbúðarhúsnæði. Áður þurfti sérstakt starfsleyfi til rekstrarins en slíkt leyfi kostaði í Reykjavík 34.500 krónur og því til viðbótar þurfti að greiða sömu upphæð, 34.500 krónur, í sérstakt eftirlitsgjald. Bæði þessi leyfi eru nú óþörf, en eftir sem áður þarf að greiða 8.560 króna skráningargjald vegna heimagistingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK