Stórfelld undanskot í 57 málum

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

„Í kjölfar loka rannsóknar SRS hefur 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar eð rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot.“ Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra á Panamagögnunum.

Ríkið keypti gögnin árið 2015 en embætti skattrannsóknarstjóra hefur lokið rannsókn á 89 málum og 14 eru enn í rannsókn. Vantaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna. 

SRS hefur lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Er þar hvort tveggja horft til mála er lúta að skattskilum þeirra er beint koma fram í nefndum gögnum sem og til þeirra mála sem afleidd eru og gerð hefur verið grein fyrir hér að framan. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar,“ segir í svari fjármálaráðherra.

Enn fremur kemur fram í svari ráðherra að það megi ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti. 

Svar fjármálaráðherra má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK