Undirrita stærsta fríverslunarsamning heims

Donald Tusk, Shinzo Abe og Jean-Claude Juncker á skrifstofu forsætisráðherrans …
Donald Tusk, Shinzo Abe og Jean-Claude Juncker á skrifstofu forsætisráðherrans í Tókýó í dag. AFP

Evrópusambandið og Japan hafa undirritað víðfeðman fríverslunarsamning, sem fellir niður nær alla tolla á milli svæðanna. Samningurinn er sá stærsti sem undirritaður hefur verið frá stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Saman standa Evrópusambandið og Japan undir þriðjungi heimsframleiðslunnar, ESB um 25% og Japan rúm 7%.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, undirrituðu samninginn ásamt Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í Tókýó í dag eftir að ráðherraráð ESB gaf grænt ljós fyrr í mánuðinum.

Með nánara samstarfi við Evrópusambandið vonast Japan til að lífga upp á fjárfestingar milli aðilanna og berjast gegn nýtilkominni sveiflu í átt að verndarstefnu á alþjóðavettvangi, að því er segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Japan.

Evrópusambandið segir að samningurinn muni leiða til aukins útflutnings evrópsks bjórs, fatnaðar, snyrtivara og efna til Japan, sem muni styrkja evrópskt efnahagslíf. Japanar hafa í gegnum tíðina girnst evrópskar vörur og þykir víst að verðlækkun á vörum á borð við parmesan, súkkulaði og víni muni auka sölu.

Stjórnvöld bæði innan Japan og Evrópusambandsins vonast til að samningurinn taki gildi áður en Bretland yfirgefur sambandið í mars á næsta ári. Takist það mun samningurinn sjálfkrafa ná yfir Breta meðan á breytingarskeiði Breta stendur yfir, en fyrirhugað er að það standi í um tvö ár frá útgöngu.

Sérfræðingar hafa áður sagt að ólíklegt sé að Bretum takist á að semja um betri fríverslunarsamning við Japana en þann sem nú var undirritaður.

Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með kínverskum stjórnvöldum áður en þeir héldu …
Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með kínverskum stjórnvöldum áður en þeir héldu til Tókýó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK