Við störf án réttinda

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins í Góu-Lindu sælgætisgerð ehf. að Garðahrauni í Garðabæ, kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Voru starfsmenn að vinna við réttindaskyldar vinnuvélar án vinnuvélaréttinda.

Var öll vinna bönnuð við réttindaskyldar vinnuvélar nema starfsmenn hefðu til þess gild vinnuvélaréttindi, segir í frétt um málið á vef Vinnueftirlitsins. Er það gert með stoð í heimild í 85. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Vinnueftirlitið vill vekja athygli á því að atvinnurekendur bera ábyrgð á því að einungis starfsmenn með fullnægjandi þekkingu og réttindi stjórni vinnuvélum.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK