Semja um gerð sjónvarpsþátta

Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir stofnuðu fyrirtækið Tulipop.
Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir stofnuðu fyrirtækið Tulipop. Ljósmynd/Tulipop

Alþjóðlegt stórfyrirtæki hyggst framleiða og annast dreifingu á röð 52 sjónvarpsþátta sem byggðir verða á ævintýraheimi Tulipop og persónum hans.

Tulipop var stofnað árið 2010 af Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA, og vinnur fyrirtækið með alþjóðlegum framleiðendum sem keypt hafa rétt til framleiðslu á vörum úr Tulipop-heiminum.

Helga segir að stefnt sé að því að þættirnir verði teknir til sýninga fyrir árslok 2020. Áætlaður framleiðslukostnaður við sjónvarpsþáttaröðina er um 700 milljónir króna. 

„Þetta er tímamótasamningur fyrir okkur, enda erum við nú komin með aðila sem ætlar að fjármagna framleiðslu á stórri teiknimyndaseríu og selja hana alþjóðlega,“ segir Helga í samtali við Morgunblaðið. „Við leggjum fram hugverkið og fáum eignarhlut í verkefninu út á það, auk þess sem starfsfólk okkar mun starfa við verkefnið.“

Tulipop hefur áður framleitt 10 stutta teiknimyndaþætti sem sýndir hafa verið í Ríkisútvarpinu og á Youtube. Þar hefur áhorf þegar farið yfir tvær milljónir. Helga segir að hér sé þó allt annað og mun stærra verkefni á ferðinni. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Ef allt gengur að óskum fer framleiðsla þáttanna af stað fyrir lok næsta árs og þáttaröðin fer í sýningar fyrir lok árs 2020.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK