Flugfargjöld hækka um 23%

Beðið eftir flugi í Leifsstöð.
Beðið eftir flugi í Leifsstöð. mbl.is/Hari

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er 2,7% og er því yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands annan mánuðinn í röð. Vísitala neysluverðs hækkað um 0,04% í júlí þrátt fyrir sumarútsölur. Vísitala neysluverðs án húsnæðis  lækkar aftur á móti um 0,26% frá júní 2018.

Sumarútsölur hafa víða verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 11,3% (áhrif á vísitöluna -0,41%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkar um 1,0% (0,22%). Flugfargjöld til útlanda hækka um 23,0% (0,31%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,4%.

Í júní mældist tólf mánaða verðbólga 2,6% en í maí var hún 2%. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eru 2,5% og er þetta í þriðja skiptið sem verðbólgan mælist yfir þeim undanfarna tólf mánuði. Í mars var verðbólgan 2,8% og hafði þá ekki verið jafn mikil síðan í janúar 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK