Nýr forstjóri valinn í snatri hjá FCA

Mike Manley er nýr forstjóri Fiat Chrysler.
Mike Manley er nýr forstjóri Fiat Chrysler. AFP

Stjórn Fiat Chrysler tilkynnti á sunnudag að Mike Manley, stjórnandi Jeep, muni taka við af Sergio Marchionne sem forstjóri FCA. Ákvörðunina bar brátt að en Marchionne, sem stýrði Fiat frá 2004, Chrysler frá 2009 og sameinuðu félagi Fiat og Chrysler frá 2014, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð fyrr í mánuðinum.

John Elkann, stjórnarformaður FCA, sendi starfsmönnum félagsins bréf á sunnudag þar sem hann færði þeim þau tíðindi að fylgikvillar sem komu upp eftir skurðaðgerðina hefðu orðið til þess að hinn 66 ára gamli Marchcionne gæti ekki snúið aftur til starfa.

Bjargvættur Fiat

„Undanfarin 14 ár, fyrst hjá Fiat, svo hjá Chrysler og loks hjá FCA, hefur Sergio reynst vera besti forstjóri sem nokkur gæti óskað sér, og fyrir mig persónulega hefur hann verið lærifaðir, samstarfsfélagi og náinn vinur,“ skrifaði Elkann í bréfinu. „Leiðir okkar lágu saman á einu erfiðasta tímabilinu í sögu félagsins og það var með gáfum hans, þrautseigju og leiðtogahæfni sem það tókst að bjarga Fiat.“

Marchionne var einnig forstjóri Ferrari og vinnuvélaframleiðandans CNH. Hjá Ferrari hleypur Louis Camilleri í skarðið en hann hefur setið í stjórn ítalska sportbílasmiðsins og á einnig sæti í stjórn Philip Morris International. Hjá CNH tekur Suzanne Heywood við sem forstjóri en hún kemur úr stjórnendahópi eignarhaldsfélagsins Exor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK