Leggja til tíu milljarða króna arðgreiðslur

Stjórn Arion banka leggur til að greiddur verði arður til …
Stjórn Arion banka leggur til að greiddur verði arður til hluthafa bankans sem nemur tíu milljörðum króna, eða fimm krónum á hvern hlut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hluthafar í Arion banka fá samtals tíu milljarða króna í arðgreiðslur, verði tillaga þess efnis samþykkt á hluthafafundi bankans sem fram fer í næstu viku í höfuðstöðvum bankans.

Í fundarboðinu kemur fram að stjórn bankans leggur til að greiddur verði arður til hluthafa bankans sem nemur tíu milljörðum króna, eða fimm krónum á hvern hlut.

Á aðalfundi bankans fyrr á árinu samþykktu hluthafar að enginn arður yrði greiddur að svo stöddu, en fram kom að stjórn bankans hefði heimild til að boða til aukahluthafafundar og leggja fram tillögu um arðgreiðslu eða aðra ráðstöfun hlutafjár, fram að aðalfundi bankans 2019.

„Almennt hlutfall eiginfjárþáttar 1 var 23,1% þann 30. júní 2018. Arðgreiðsla að fjárhæð 10 milljarða króna lækkar það hlutfall bankans í 21,8% sem er vel yfir eiginfjárkröfum bankans,“ segir í tillögu stjórnar í fundarboði hluthafafundarins. Stjórnin telur því að arðgreiðslan ætti ekki að hafa áhrif á getu bankans til að auka efnahagsreiknings bankans á næstu misserum.

Ef tillaga um arðgreiðslu verður samþykkt á verður arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf bankans án réttar til arðs, 6. september 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK