Skuldir Bandaríkjamanna fara hækkandi

Skuldir bandarískra heimila fara hækkandi og er það rakið til …
Skuldir bandarískra heimila fara hækkandi og er það rakið til aukinnar atvinnuþátttöku. AFP

Skuldir heimila í Bandaríkjunum jukust um 454 milljarða Bandaríkjadala milli ára, tæpa 50 þúsund milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í umfjöllun Reuters. Heildarskuldir bandarískra heimila eru því orðnar 13,29 billjónir Bandaríkjadala, um 1.457 trilljónir íslenskra króna.

Þetta er sextándi ársfjórðungurinn í röð sem skuldir bandarískra heimila aukast.

Þá hafa námsskuldir Bandaríkjamanna hækkað um 61 milljarð Bandaríkjadala, eða 6.670 milljarða íslenskra króna, og eru námsskuldir í heild nú 1,41 þúsund milljarðar Bandaríkjadala.

Skuldir vegna bílakaupa hækkuðu einnig, eða um 48 milljarða Bandaríkjadala, og kreditkortaskuldir um 45 milljarða. Á sama tímabili jukust skuldir vegna húsnæðis um 308 milljarða.

Samkvæmt Wilbert van der Klaauw hjá útibúi seðlabanka Bandaríkjanna í New York hefur skuldaaukningin ekki haft í för með sér aukin vanskil og hefur vanskilum fækkað í sambandi við námslán. Er þetta sagt endurspegla bætta stöðu á atvinnumarkaði og aukna þátttöku í tekjutengdum greiðsluúrræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK