Auka framlegð með viðbótargjöldum

WOW air.
WOW air.

Í fjárfestakynningu fyrir skuldabréfaútgáfu í umsjón norska fjárfestingarbankans Pareto Securities, kemur fram að WOW air hyggist stefna á að auka hlutfall sölu á viðbótarþjónustu (e. ancillary revenue) af heildartekjum flugfélagsins. Nam hlutfallið 18,5% árið 2014 en var komið upp í 30,2% á síðustu tólf mánuðum. Á meðal þess sem fyrirtækið býður upp á í þessum flokki eru fleiri valmöguleikar fyrir viðskiptavini sem vilja gera vel við sig. Segir að þessar vörur WOW air muni verða megindrifkrafturinn á bak við aukna sölu á viðbótarþjónustu flugfélagsins á síðari helmingi þessa árs og í framtíðinni.

Á síðustu tólf mánuðum hefur sala á viðbótarþjónustu á hvern farþega hjá WOW air verið 52,5 bandaríkjadalir, um 5.700 íslenskar krónur, og hyggst flugfélagið fara upp í 56,8 dali, rúmar 6.100 krónur, á árinu 2018. Að því er fram kemur í kynningunni er ekkert flugfélag með hærri tekjur á hvern farþega á þessu sviði en WOW air.

Allt að þrefalt hærri framlegð

Í kynningunni kemur einnig fram að vel hafi verið tekið í svokallaða „Premium“ og „Comfy“ vöruflokka flugfélagsins, sem bjóða upp á umfangsmeiri þjónustu. Þar á meðal sætaval, forgang þegar gengið er um borð, máltíðir um borð auk innritunar farangurs. Skila þessir vöruflokkar tvöfalt- til þrefalt hærri framlegð á hvern farþega um sig samanborið við þá sem fljúga á grunnfargjöldum.

Samkvæmt spá verður hlutfall farþega WOW air sem velja þessa þjónustuflokka á næsta ári um 22% af heildarfarþegum en 35% af heildartekjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK