Launþegum er enn að fjölga

Kaupmáttur launa var 3,2% meiri nú í júní en hann …
Kaupmáttur launa var 3,2% meiri nú í júní en hann var fyrir ári. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í júní voru um 202 þúsund launþegar á íslenskum vinnumarkaði og hafði þeim fjölgað um 3.500 frá júní 2017, eða um 2%. Launþegum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð fjölgaði mest á þessu tímabili, um u.þ.b. 900 eða um 7%. Á sama tímabili fækkaði launþegum um 400 í sjávarútvegi, eða sem nemur 4%.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Þar kemur fram að þegar litið er á 12 mánaða hlaupandi meðaltal, frá júlí 2017 til júní 2018, fengu að meðaltali um 192.000 einstaklingar greidd laun sem var aukning um 7.500 (4,1%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr og launþegum er enn að fjölga.

Verulega hefur hægt á aukningu kaupmáttar launa frá því sem mest var og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur frá því um mitt ár 2017. Þar sem verðlag hækkaði einungis um hálft prósent samtals í maí og júní tók kaupmáttur stökk upp á við og jókst um 2,4% milli apríl og júní.

Kaupmáttur launa var 3,2% meiri nú í júní en hann var fyrir ári. Frá upphafi árs 2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um tæp 24%, eða u.þ.b. 7% á ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK