Tekjuhæsti árshelmingur Landsvirkjunar

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg. mbl.is

Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 269,5 milljónum Bandaríkjadala og jukust tekjur fyrirtækisins um 37,2 milljónir dala frá sama tímabili í fyrra. Tekjuaukningin skýrist að mestu af hærra álverði, aukinni orkusölu og styrkingu íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Tekjuaukningin nemur 16%.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi Landsvirkjunar fyrir fyrri hluta ársins. Þar kemur fram að rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBIDTA) hafi numið 198 milljónum Bandaríkjadala. Fyrir sama tímabil í fyrra var EBIDTA 167,7 milljónir dala.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á haustfundi fyrirtækisins sl. haust.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á haustfundi fyrirtækisins sl. haust. mbl.is/Hari

Í tilkynningu frá Landsvirkjun er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra að þetta sé tekjuhæsti árshelmingur í sögu Landsvirkjunar. „Meðal annars vegna aukinnar orkusölu og hækkandi álverðs,“ segir Hörður.

„Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði á rekstur sem við lítum helst til, er rúmir níu milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og jókst um 15 prósent frá sama tímabili árið áður. Þá lækkuðu nettó skuldir fyrirtækisins um fimm milljarða króna, eftir að tímabundið hafði hægt á lækkun skulda vegna umfangsmikilla framkvæmda.“

Nettó skuldir Landsvirkjunar voru í lok júní 211,2 milljarðar króna en skuldir höfðu þá lækkað um 5,3 milljarða króna frá áramótum. Árshlutareikninginn má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK