Norska krónan gæti haldið áfram að lækka

Norska krónan hefur lækkað nokkuð að undanförnu og gæti haldið …
Norska krónan hefur lækkað nokkuð að undanförnu og gæti haldið áfram að lækka.

Norska krónan hefur lækkað nokkuð gagnvart evru og Bandaríkjadal síðustu vikur. Hagfræðingurinn Kjetil Martinsen hjá Swedbank segir við E24 að hann telji að hún gæti lækkað meira áður en hún fari að hækka á ný.

Frá því á miðvikudag í síðustu viku hefur evra farið frá því að kosta 9,55 norskar krónur í 9,70 norskar krónur. Þá hefur norska krónan fallið um 20 norska aura milli 9. og 17. ágúst gagnvart Bandaríkjadal og lækkað um 9% gagnvart Bandaríkjadal frá 5. febrúar.

„Þetta er óvænt í ljósi þess að það er góður vöxtur í norska hagkerfinu,“ segir Martinsen. Hann segist telja líklegt að norska krónan muni ná auknum styrk þegar fer að nálgast áramót. „Við teljum að þetta verði mjög tímabundið, en nákvæmlega hversu langan tíma þetta tekur er erfitt að segja. Þetta þýðir hins vegar ekki að krónan muni ekki lækka frekar, þetta getur orðið verra áður en það fer að batna.“

Samkvæmt Martinsen hafa fjármálastofnanir, sjóðir og spákaupmenn verið að selja norskar krónur undanfarið. Telur hann eina skýringu vera að fjárfestar leiti í skjól stærri gjaldmiðla vegna óvissu á mörkuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK