Útlit fyrir einstakt kampavínsár

AFP

Byrjað var að tína kampavínsþrúgur í Frakklandi í gær sem er tveimur vikum fyrr en í venjulegu árferði og stefnir allt í afar gott kampavínsár.

Í Champagne-héraði eru allar þrúgur tíndar með höndunum og voru um 120 þúsund farandverkamenn mættir til starfa í gærmorgun í þorpunum á Côte des Bar-svæðinu.

Stjórn kampavínssamtakanna segir að aðstæður séu einstakar í ár en veðurfar hefur verið mjög hagstætt fyrir vínframleiðendur í Frakklandi að undanförnu. Búast má við einstaklega góðum kampavínsárgangi í ár að sögn sérfróðra.

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK