Íhuga málssókn vegna mismununar

AFP

Nokkrir notendur Airbnb-heimagistingar í Frakklandi sem ætluðu að leigja slíkar íbúðir í stuttan tíma í sumar íhuga sameiginlega málshöfðun gegn fyrirtækinu vegna mismununar.

Segja þeir að þeim hafi verið synjað um að leigja á grundvelli nafns síns en fólkið er með norðurafrísk ættarnöfn.

„Ég ætlaði að bóka Airbnb og Abritel, íbúð eða hús í Marseille,“ segir franski blaðamaðurinn  Merwane Mehadji í viðtali við útvarpsstöðina Inter. Bókunin og greiðslan fóru í gegn en var skyndilega afturkallað.

Mehadji reyndi aftur en eigandi íbúðarinnar lokaði fyrir bókunina án ástæðu. „Tveimur eða þremur dögum síðar sá sé sömu íbúð lausa á þessum dagsetningum og ég reyndi aftur að bólka,“ segir Mehadji. 

„Mér fannst þetta ekki ganga upp en vinir mínir segja að þetta sé ósköp venjulegt þar sem ég gaf upp nafn mitt og eftirnafn. Ég trúði þessu ekki og fékk vin minn til þess að reyna að bóka fyrir mig á sömu dagsetningum. Eigandinn svaraði innan hálftíma og lét vita að íbúðin væri laus. Þannig sá ég að þetta var ekkert annað en mismunun.“

Mehadji ákvað að greina frá þessu á Twitter og fékk hundruð svara frá öðrum sem höfðu orðið fyrir svipaðri mismunun.

Hann segir að á hverjum degi verði einhver fyrir þessu og það er ekki eðlilegt að þú þurfir að biðja vini um að bóka gistingu fyrir þig þegar þú ætlar í frí.

Einn þeira sem hafa lent í þessu er Madjid Messaoudène, yfirmaður jafnréttismála hjá borgaryfirvöldum í Saint-Denis (hverfi norður af París). Að hans sögn er mjög algengt meðal fólks sem á ættir sínar að rekja til Norður-Afríku að þurfa að biðja vini með „gott franskt ættarnafn“ að annast bókun á gistingu.

„Ég tek ekki þátt í þessu,“ segir hann í viðtali við France Inter. Hann segir að fólk reyni jafnvel að leita að íbúðareigendum á Airbnb sem eru með eftirnöfn sem eru líklega útlend til þess að leita eftir gistingu í þeirri von að vera ekki hafnað.

„En það rekur fólk í að gefa eftir sem ekki er rétt og það er hlutverk eftirlitsaðila að gæta þess að réttindi fólks séu virt.“

Samuel Thomas, sem starfar hjá jafnréttissamtökunum Maisons de Potes, er einn þeirra sem er að undirbúa málssóknina og er málið einnig á leið til jafnréttisstofu. 

Hann segir í viðtali við France Inter að stefnt sé að því að höfða mál gegn hópi íbúðareiganda á Airbnb í Frakklandi en ef viðkomandi verða dæmdir sekir eiga þeir yfir höfði sér allt að 45 þúsund evra sekt og þriggja ára fangelsisdóm.

Þrátt fyrir að sá seki sé eigandi íbúðarinnar á Airbnb yfir höfði sér samsekt ef fyrirtækið verður fundið sekt um að hafa látið hjá liggja að koma í veg fyrir slíka mismunun.

Airbnb hefur þegar svarað kalli og segir forsvarsmaður fyrirtækisins í samtali við France Inter að unnið sé að rannsókn málsins. Slík mál hafi aldrei áður komið upp áður þar sem þess sé vandlega gætt að mismuna ekki fólki. Arbitel hefur sömu sögu að segja og lítur málið alvarlegum augum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK