Forstjóraskipti hjá PCC á Bakka

PCC BakkiSilicon hf. hefur ráðið Jökul Gunnarsson sem nýjan forstjóra …
PCC BakkiSilicon hf. hefur ráðið Jökul Gunnarsson sem nýjan forstjóra kísilmálmverksmiðjunnar. mbl.is/Hari

Jökull Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Jökull var áður framleiðslustjóri félagsins. Hafsteinn Viktorsson sem lætur nú af störfum sem forstjóri mun sinna verkefnum fyrir félagið, þar á meðal hvað varðar mögulega stækkun verksmiðjunnar.

Í tilkynningu frá PCC BakkiSilicon hf., eiganda verksmiðjunnar, kemur fram að Hafsteinn hafi frá árinu 2016 unnið að byggingu og gangsetningu kísilverksmiðjunnar á Bakka við Húsavík. Er honum þakkað fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki í því verkefni.

Jökull Gunnarsson nýr forstjóri kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka
Jökull Gunnarsson nýr forstjóri kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK