Ísland upp í annað sætið

Það er gott að búa á Íslandi.
Það er gott að búa á Íslandi. mbl.is/Hari

Ísland færir sig upp um eitt sæti á milli ára og stendur sig í ár næstbest 146 þjóða í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara, Social Progress Index (SPI). Einungis Norðmenn standa betur en vísitalan mælir velmegun og lífsgæði þjóða og aðgreinir sig frá öðrum mælikvörðum á þann hátt að hún byggir eingöngu á samfélagslegum og umhverfistengdum breytum. Samkvæmt þremur grunnvíddum skorkorts SPI eru Íslendingar í þriðja sæti þegar kemur að grunnþörfum einstaklingsins, í sjöunda sæti þegar kemur að grunnstoðum velferðar og í sjötta sæti þegar kemur að tækifærum einstaklingsins til betra lífs.

Fremstir í 12 flokkum

Íslendingar eru fremstir í 12 flokkum af 51 á listanum. Hér á landi er t.d. vannæring minnst, ungbarnadauði og dánartíðni mæðra við fæðingu einnig minnst og þá er á Íslandi best aðgengi að drykkjarvatni. Íslendingar standa einnig öðrum framar í jákvæðu viðhorfi til samkynhneigðra auk þess sem umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum er hvergi í heiminum meira. Íslendingar ættu að geta gert betur í ýmsum flokkum, þar á meðal þegar kemur að aðgengi að lágmarkshreinlæti, en þar er Ísland í 32. sæti. Varðandi þátt umhverfisgæða er Ísland aðeins í 17. sæti og vegur þar þungt meðhöndlun fráveitu sem og slök frammistaða við verndun lífríkisins en þar er Ísland í 84. sæti. Sé litið á heiminn í heild bæta 133 þjóðir af 146 sig á milli ára. Mestar eru framfarirnar í Asíu og í Afríku sunnan Sahara. Afturför er hins vegar hjá Tyrklandi og Bandaríkjunum. 75 af 146 þjóðum sýna merki um versnandi þróun borgaralegra réttinda.

Allar frekari upplýsingar og spurningar veitir Rósbjörg Jónsdóttir, fulltrúi SPI á Íslandi

Nánari útlistun á niðurstöðum og samanburði við helstu þjóðir verða kynntar á morgunverðarfundi SPI á Íslandi og Arionbanka miðvikudaginn 26. september 2018. Hægt er að skrá sig á www.socialprogress.is 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK