Rannsaka tengsl breskra fyrirtækja

Efna­hags­brota­deild dönsku lög­regl­unn­ar setti af stað rann­sókn í ágúst á …
Efna­hags­brota­deild dönsku lög­regl­unn­ar setti af stað rann­sókn í ágúst á hend­ur Danske Bank vegna meints pen­ingaþvætt­is. AFP

Rannsókn er hafin á tengslum breskra fyrirtækja við peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Breska lögreglustofnunin National Crime Agency fer fyrir rannsókninni.

Talskona stofnunarinnar segir að haldbær gögn liggi fyrir um að fyrirtæki skráð í Bretlandi tengjast málinu.

Meint pen­ingaþvætti Danske Bank er eitt stærsta mál sinn­ar teg­und­ar sem upp hef­ur komið í Evr­ópu. Í gær kom fram að bank­inn geti ekki hent reiður á hversu stór hluti upp­hæðar­inn­ar, alls 200 millj­arðar evra, sem runnu í gegn­um úti­bú bank­ans í Eistlandi, hefði verið pen­ingaþvætti en upp­hæðirn­ar streymdu í gegn­um úti­búið í Eistlandi á milli 2007 og 2015.

Breska lögreglustofnunin nýtur aðstoðar stofnana breska ríkisins við rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK