Michael Kors kaupir Versace

Versace í Mílanó.
Versace í Mílanó. AFP

Tískuhúsið Michael Kors er að kaupa Versace á 1,83 milljarða evra, sem svarar til rúmlega 240 milljarða króna. Í fyrra keypti Michael Kors skóframleiðandann Jimmy Choo.

Michael Kors sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en er með höfuðstöðvar í London hefur gengið frá samkomulagi um kaupin. Í fréttatilkynningu er haft eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins, John D. Idol, að þau séu afar spennt yfir því að bæta vörumerki Versace við munaðarvöru-fjölskylduna. Hann segist ekki efast um að tekjur Versace eigi eftir að aukast og fara í rúma tvo milljarða Bandaríkjadala á ári. 

Donatella Versace, listrænn stjórnandi og aðstoðarforstjóri ítalska tískuhússins, segir að yfirtakan skipti miklu máli varðandi vöxt fyrirtækisins til lengri tíma litið. Hún segist alltaf hafa haft mikla trú á Idol, sýn hans og ástríðu í starfi.

Michael Kors-tískuhúsið er best þekkt fyrir handtöskur, úr og ilmvötn. Stefnan er að fjölga Versace-verslunum um 50% og að þær verði 300 talsins.

Michael Kors keypti Jimmy Choo í fyrra á 1,4 milljarða Bandaríkjadala.

Michael Kors.
Michael Kors. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK