Meniga semur við stærsta netbanka Kanada

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur samið við Tangerine Bank, stærsta netbanka Kanada, um að innleiða lausnir Meniga og bjóða viðskiptavinum bankans persónulegri notendaupplifun.

Finnur Magnússon, framkvæmdastjóri vöruþróunar Meniga, og Mark Nicholson, framkvæmdastjóri notendaupplifunar hjá Tangerine, kynntu samstarfið saman á Finovate Fall, einni stærstu fjártækni ráðstefnu í heimi, í New York í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Tangerine er með yfir 2 milljónir viðskiptavina og er fyrsti viðskiptavinur Meniga í Norður-Ameríku, en fyrirtækið er nú þegar í samstarfi við fjármálastofnanir í yfir 30 löndum í Evrópu, Asíu og Afríku.

Fram kemur, að innleiðingin hafi nú þegar leitt af sér nýja og endurbætta snjallsíma- og netbankalausn þar sem viðskiptavinir bankans geti einfaldað og haldið betur um fjármálin sín með því að fá persónulega yfirsýn og tilkynningar gegnum Meniga kerfið. Meniga og Tangerine hlutu einnig verðlaun fyr­ir bestu tækninýjungina á ráðstefnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK