Vildu rannsaka sölu Arion á Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmyndssynir, stofnendur Bakkavarar.
Lýður og Ágúst Guðmyndssynir, stofnendur Bakkavarar. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa bankasýslu ríkisins í stjórn bankans um að fela innri endurskoðun Arion banka að gera formlega athugun á sölu bankans á 13% hlut sínum í Bakkavör árið 2016. Kristín Þ. Flygenring sat þá fyrir hönd bankasýslunnar í stjórninni, en hún hefur síðan þá gengið úr stjórninni. Fyrrverandi varaformaður stjórnar bankans, Guðrún Johnsen, greiddi atkvæði gegn sölunni á sínum tíma. Þetta kom fram í Fréttablaðinu í dag, en byggt er á minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu sem bankasýslan gerði fyrir ráðuneytið.

Fram kemur að Guðrún hafi lagt til á fundi stjórnarinnar 14. nóvember í fyrra að gerð yrði könnun á söluferlinu. Sú tillaga var líka felld og degi síðar var Guðrúnu tjáð að gera ætti breytingar á stjórn bankans og aðkomu hennar væri ekki óskað.

Eignarhluturinn sem seldur var þrefaldaðist í verði frá janúar til nóvember og fór úr 147 milljónum punda í 433 milljónir. Í umfjöllun Fréttablaðsins er vísað í minnisblaðið og sagt að þar gæti Arion banki hafa farið á mis við 19,9 milljarða og ríkissjóður orðið af 2,6 milljörðum króna.

Bent er á að það sé svipuð upphæð og ríkið varð af við sölu á hlut Landsbankans í Borgun árið 2014. Ætlaði bankasýslan að óska eftir upplýsingum um söluna, söluferlið, hver hafi haft forræði yfir sölunni, af hverju söluaðferð var valin umfram almennt útboð og hver hafi valið fjárfestingabankann Barclays til að stýra söluferlinu. Bent er á í minnisblaðinu að Barclays og Bakkavararbræður hafi verið nátengdir um nokkurt skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK