Verk eftir Magritte á 3,3 milljarða

Verk eftir Georgia O'Keeffe's og René Magritte.
Verk eftir Georgia O'Keeffe's og René Magritte. AFP

Málverk eftir René Magritte var selt á 26,8 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 3,3 milljarða króna, á uppboði Sotheby's í New York. Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk belgíska súrrealistans.

Málverkið Le principe du plaisir hafði verið metið á 15-20 milljónir dala fyrir uppboðið. Alls tóku sjö safnarar þátt í slagnum um að eignast verkið. Fyrra met Magritte var 17,9 milljónir Bandaríkjadala sem fengust fyrir verkið La corde sensible á uppboði í London í fyrra.

Fleiri verk á uppboðinu í gær voru seld á hærra verði en þau voru metin á fyrir fram. Má þar nefna verk eftir Wassily Kandinsky sem var selt á 24,2 milljónir dala en var metið á 15-20 milljónir fyrir fram.

Aftur á móti seldist ekki verkið sem talið var að færi á rúmlega 30 milljónir dala. Það er verkið Pre-War Pageant eftir Marsden Hartley og var áætlað verð fimm sinnum hærra en fengist hefur fyrir verk bandaríska listamannsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK