1.500 milljóna endurfjármögnun

Íslandspóstur mun þurfa fyrirgreiðslur úr ríkissjóði komandi ár ef fyrirtækinu …
Íslandspóstur mun þurfa fyrirgreiðslur úr ríkissjóði komandi ár ef fyrirtækinu er ætlað að halda óbreyttu þjónustustigi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar við frumvarp til fjárlaga. Þar lagt er til að heimild verður veitt til þess að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019.

Fyrirtækið þurfti um 500 milljónir á þessu ári til þess að mæta alvarlegum lausafjárvanda. „Ráðuneytið sækir sér þessa heimild um allt að 1.500 milljónum, en þar inni eru þessar 500 milljónir,“ útskýrir Haraldur.

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir í samtali við mbl.is lausafjárerfiðleika fyrirtækisins vera viðvarandi eins lengi og fyrirtækinu er skyldað að veita þjónustu sem ekki hefur markaðslegar forsendur. Jafnframt liggur fyrir samdráttur í bréfsendingum milli ára.

Hann bendir einnig á að staðan mun líklega versna til muna þegar einkaréttur fyrirtækisins veður afnumin og samkeppni verður á svæðum þar sem þjónustan stendur undir sér. Eftir situr þá krafa um óbreytta þjónustu á svæðum sem starfsemi fyrirtækisins er ekki fjárhagslega sjálfbær, enda hefur sú hlið starfseminnar verið niðurgreidd af arðbærum hluta rekstursins.

Haraldur telur ekki að kvaðir um óbreytta þjónustu Íslandspósts verði að finna þegar ný lög um póstþjónustu liggja fyrir. Drög að frumvarpi til laga um póstþjónustu liggja nú í samráðsgátt stjórnvalda og er þar gert ráð fyrir útboði á alþjónustu.

Þar sem ekki hafa verið samþykkt ný lög er ekki ljóst hvernig mál Íslandspósts verða á næsta ári og segir Haraldur líklegt að þessi beiðni um heimild upp á 1,5 milljarð taki mið af þeirri stöðu.

Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK