Gunnar Zoëga hættir hjá Origo

mbl.is/Kristinn Magnússon

Gunnar Zoëga, sem hefur verið framkvæmdastjóri Viðskiptaframtíðar Origo hf., hefur beðist lausnar frá störfum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 

Mun hann láta af störfum á næstu  vikum, en verður félaginu innan handar næstu mánuði. Málefni sviðsins munu hins vegar tímabundið heyra undir Finn Oddsson, forstjóra félagsins. 

Gunnar hefur í gegnum árin sinnt lykilhlutverkum fyrir Origo hf. og fyrirrennara, Nýherja hf. og Skyggni hf. og er haft eftir Finni í fréttatilkynningunni að mikill missir sé að Gunnari. Hann hafi ávallt „náð góðum árangri í þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og átt stóran þátt í stefnumótun og árangursríkum umbreytingum Origo síðustu ár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK