Ratcliffe skoðar kaup á olíufyrirtæki

Jim Ratcliffe, á fjölda jarða hér á landi, meðal annars …
Jim Ratcliffe, á fjölda jarða hér á landi, meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og nokkrar jarðir við Þistilfjörð og Vopnafjörð.

Breska og svissneska efnavinnslufyrirtækið Ineos á nú í viðræðum um kaup á eignum bandaríska olíufélagsins ConocoPhillips í Norðursjó. Ineos er í meirihlutaeigu breska auðjöfurins Jim Ratcliffe, en hann stofnaði fyrirtækið árið 1998 og á 60% hlut í því.

Ratcliffe hefur á undanförnum árum keypt um fjölmargar jarðir hér á landi, meðal annars við Vopnafjörð, Þistilfjörð sem og jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Fyrr á þessu ári var greint frá því að hann væri ríkasti maður Bretlands.

Samkvæmt heimildum Financial Times er mögulegt verðmæti viðskiptanna talið vera um þrír milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 370 milljörðum íslenskra króna. Gætu viðskiptin gert Ratcliffe að stórum olíu- og gasframleiðanda í Norðursjó. Myndi þetta bætast við olíuhreinsistöðvar og efnaverksmiðjur sem Ineos á og notast við hráefni sem unnið er úr Norðursjó.

Velta Ineos í fyrra nam 60 milljörðum dala og var hagnaður þess 7 milljarðar dala. Það er stærsta einkahlutafélag Bretlands, en höfuðstöðvar þess eru þó í Sviss. Fyrirtækið er með starfsemi víða um heim og vinna um 18.500 manns hjá því.

Frétt mbl.is um uppkaup auðmanna á jörðum við laxveiðiár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK