Óttast áhrif á tæknigeirann

Frá kauphöllinni í New York í dag.
Frá kauphöllinni í New York í dag. AFP

Hlutabréf féllu víða um heim í dag og óttast fjárfestar að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti haft áhrif á fyrirtæki í tæknigeiranum.

Dow Jones-vísitalan féll um 500 stig og bandaríska hlutabréfavísitalan S&P féll einnig, að sögn BBC.

Nasdaq-vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl og lækkuðu hlutabréf í Apple um 3%. Í London fór FTSE 100-vísitalan niður fyrir 7.000 stig.

Verð á olíu lækkaði líka og fór verð á Brent-Norðursjávarolíu niður um 3 Bandaríkjadali, eða í 63,77 dali á tunnu, sem er það lægsta síðan í mars.

„Fjárfestar hafa áhyggjur af því að fyrr en síðar muni tæknigeirinn flækjast af fullum krafti í viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína,“ sagði Connor Campell hjá Spreadex og nefndi sem dæmi að dregið hefur úr spurn eftir iPhone-símum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK