Marel lýkur skuldabréfaútboði

mbl.is/Hjörtur

Marel lauk í dag langtímafjármögnun með útgáfu á Schuldschein-bréfum að fjárhæð 140 milljónir evra (um 19,5 milljarðar íslenskra króna) með föstum og fljótandi vöxtum til fimm og sjö ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Til stóð að að gefa út bréf fyrir 100 milljónir evra en umframeftirspurn var eftir bréfunum og fyrri vikið var útgáfan stækkuð í 140 milljónir evra, en umsjónaraðilar útboðsins voru ABN AMRO N.V, Bayerische Landesbank og Unicredit Bank AG.

„Langstærstur hluti útgáfunnar var til fimm ára með 110 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum (EURIBOR) en sjö ára útgáfan var með 130 punkta álag yfir millibankavöxtum í evrum. Útgáfan var seld til fjölbreytts hóps fjárfesta á meginlandi Evrópu og Asíu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK