Ráðin mannauðsstjóri Hörpu

Elín Gränz mannauðsstjóri Hörpu.
Elín Gränz mannauðsstjóri Hörpu. Ljósmynd/Aðsend

Elín Gränz hefur verið ráðin mannauðsstjóri Hörpu og var valin úr stórum hópi umsækjenda.

Elín lauk grunnnámi í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2001, MBA námi frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn 2006 og var í meistaranámi í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands 2009 - 2011.  Elín útskrifaðist jafnframt sem stjórnendamarkþjálfi frá Opna háskólanum og Coach University vorið 2018, að því er fram kemur í tilkynningu.

Síðustu 12 ár hefur Elín starfað hjá Opnum kerfum í margvíslegum hlutverkum eins og ráðgjöf í CRM og gæðamálum, forstöðumaður verkefnastýringar, forstöðumaður gæða og öryggismála og framkvæmdastjóri mannauðssviðs og innri þjónustu frá 2011.  Í janúar 2018 tók hún jafnframt við starfi framkvæmdastjóra vöru- og hugbúnaðarsviðs samhliða starfi mannauðsstjóra.  Þar áður starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá Intrum Justitia og rak eigin sportvöruverslun. 

Elín hefur jafnframt verið virk í félagsmálum og er meðal annars einn stofnenda Vertonet – hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni og verið í stjórn Mannauðs - félags mannauðsfólks á Íslandi, viðskiptanefnd FKA og Leiðtogaauði.

Elín tekur til starfa 1. febrúar nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK