Samruni Kex Hostel og Fiskisunds samþykktur

Kex Hostel hefur rekið gistiheimili undir nafninu Kex Hostel við …
Kex Hostel hefur rekið gistiheimili undir nafninu Kex Hostel við Skúlagötu frá árinu 2011. Myndin er tekin þar. Mynd/mbl.is

Samruni Kex Hostel ehf. og Fiskisunds ehf. sem hefur verið til rannsóknar síðan í byrjun nóvember kemur ekki til með að raska samkeppni með umtalsverðum hætti og hefur verið samþykktur af Samkeppniseftirlitinu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins þar sem ákvörðun stofnunarinnar er birt. Í henni segir meðal annars:

„Er það mat Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni í skilningi 17. gr. c samkeppnislaga. Af þeim sökum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna, s.s. með íhlutun í formi ógildingar eða setningu skilyrða.“

„Kaup Fiskisunds ehf. á 3% eignarhlut í Kex Hostel ehf. fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að hafast frekar að í máli þessu.“

Með kaupum á 3% hlutafé í Kex Hostel jók Fiskisund við eignarhlut sinn og varð hann 52,52%. Leiddu kaupin til þess að Fiskisund fer nú með meirihluta atkvæða á hluthafafundum Kex Hostel og öðlaðist yfirráð yfir félaginu. Kaupin fela því í sér samruna, segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Við mat á samkeppnislegum áhrifum samrunar var lítið til þess hvort að markaðsráðandi staða hafi skapast eða styrkst. Þar sem að samrunaaðilar hafa ekki starfsemi á sömu mörkuðum er um svokallaðan samsteypusamruna að ræða og því kemur ekki til samþjöppunar á mörkuðum. Því metur Samkeppniseftirlitið það svo að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK