„Vanburðugur“ markaður

Ýmis rök hníga að því að setja íslensku bankana á …
Ýmis rök hníga að því að setja íslensku bankana á markað. mbl.is/Eggert

Íslenskur hlutabréfamarkaður er „í heild sinni mjög vanburðugur“ að því er fram kemur í nýrri hvítbók um framtíðarsýn íslenska fjármálakerfisins.

Fram kemur að lífeyrissjóðirnir hafi komið markaðnum af stað eftir hrun með góðri þátttöku í nýjum skráningum en þeir eiga nú um 50% af skráðu markaðsvirði. En „því miður hafa fáir aðrir fylgt í kjölfarið“ þar sem almennir fjárfestar „virðast hálfvegis forðast markaðinn“.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir aðspurður að það sé ekki rétt að orða hlutina á þann veg að hafa skuli áhyggjur af þróun hlutabréfamarkaðarins né að hann sé vanburðugur. „En ég held að það sé full ástæða til þess að huga að leiðum til þess að styrkja hann frekar,“ segir Páll í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK