153% aukning í netverslun raftækja milli mánaða

Íslendingar virðast vera ansi duglegir að versla á netinu, þótt …
Íslendingar virðast vera ansi duglegir að versla á netinu, þótt einhverjum finnist það ómissandi á aðventunni að þræða verslanir og drekka í sig jólastemninguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í nóvembermánuði síðastliðnum jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15% frá sama mánuði í fyrra en velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Verðbólga á tímabilinu, samkvæmt Hagstofu Íslands, mældist 3,3%. Sem að einhverju leyti útskýrir hærri kortaveltu í verslun en raunaukningin er samkvæmt því um 1,6%.

Jólaverslun fer nú að töluverðum hluta fram í nóvember með stórum verslunardögum að erlendri fyrirmynd, eins og svörtum föstudegi (e. black Friday), degi einhleypra (singles day) og netmánudegi (e. cyber Monday)

Nokkuð dró úr kortaveltu Íslendinga í verslun á haustmánuðum og var samdráttur í októbermánuði til að mynda 4%, samanborið við október 2017. Þetta kann að benda til þess að neytendur séu farnir að bíða með jólainnkaupin fram að þessum stóru afsláttardögum, enda virðast þeir hafa fest sig í sessi á Íslandi.

Nóvember er mikill netverslunarmánuður, þar sem netverslanir nýta sér stóru verslunardagana óspart, en kortavelta í innlendri netverslun Íslendinga var rúmlega 81% meiri í nóvember síðastliðnum samanborið við október á undan. Innlend netverslun hefur því líklega aldrei verið meiri.

Þessa árstíðarsveiflu má sjá á myndritinu hér að neðan:

Mikill munur er á milli mánaða í netverslun, líkt og …
Mikill munur er á milli mánaða í netverslun, líkt og sést á þessari mynd. Mynd/Rannsóknarsetur verslunarinnar

Kortavelta Íslendinga hjá innlendum raftækjaverslunum var 2,9% hærri í nóvembermánuði nú, samanborið við fyrra ár. Þá var netverslun í flokknum 21,4% hærri en í nóvember í fyrra. Á milli mánaða nam aukningin í flokknum 153,3% í netverslun, en sú tala varpar ljósi á mikilvægi netverslunar í nóvember hjá raftækjasölum. Heildarvelta í flokknum nam tæpum 2,6 milljörðum kr., þar af nam netverslun 331 milljón. Hlutfall netsölu flokksins er því 13%.

Innlend fataverslun hefur verið í vexti undanfarna mánuði, bæði í verslunum og á netinu. Í nóvember var þó lítils háttar lækkun í flokknum eða um 0,6% frá fyrra ári. Líkt og í öðrum flokkum jókst þó netverslun með föt í nóvember eða um 20% frá sama mánuði í fyrra.

Kortavelta Íslendinga í verslunum sem selja heimilisbúnað var 15% hærri í nóvember í ár samanborið við fyrra ár. Netverslun með heimilisbúnað tók einnig kipp og var 28% hærri á ár en í fyrra. Svipaða sögu er að segja af byggingavöruverslunum, þar sem netverslun jókst um rúm 27% í nóvember í ár, samanborið við fyrra ár.

Mikil aukning hefur orðið á sölu raftækja í netverslun.
Mikil aukning hefur orðið á sölu raftækja í netverslun. Mynd/Rannsóknarsetur verslunarinnar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK