Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga

Lilja B. Rögnvaldsdóttir.
Lilja B. Rögnvaldsdóttir.

Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja.

Í nýlegri könnun sem gerð var fyrir Ferðamálastofu kom í ljós að útgjöld erlendra ferðamanna voru hæst í Reykjavík, eða um 38.000 kr. á sólarhring að meðaltali, en minnst á Hvammstanga þar sem reikna má með að dæmigerður ferðalangur eyði um 8.000 kr. á dag.

Lilja B. Rögnvaldsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík, hafði umsjón með framkvæmd könnunarinnar. Voru bæði opnar og lokaðar spurningar lagðar fyrir ferðamenn á átta stöðum á landinu og svöruðu að jafnaði 400-500 manns á hverjum stað.

Könnunin náði til Reykjavíkur, Reykjanesbæjar, Víkur í Mýrdal, Egilsstaða, Húsavíkur, Hvammstanga, Ísafjarðar og Stykkishólms, en um hana er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK