Hlutabréfa- og olíuverð á niðurleið

AFP

Rautt einkennir flesta fjármálamarkaði í dag, hlutabréfavísitölur hafa lækkað og það sama á við um verð á hráolíu. Mikil lækkun á Wall Street í gærkvöldi og vonbrigði með ræðu Xi Jinping, forseta Kína, eru eins og olía á eld efasemdarmanna.

Eftir þokkalega hækkun í gærmorgun voru markaðir óþyrmilega minntir á hverfulleikann í morgun enda margt sem fjárfestar óttast. Má þar nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína, óvissuna í breskum stjórnmálum, lækkandi hráolíuverð, spennu á ákveðnum svæðum og viðkvæmt hagkerfi Kína. 

Það sem af er degi hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu lækkað um 1,03 Bandaríkjadali og er nú skráð á 58,88 dali tunnan. Vestanhafs hefur verð á hráolíu lækkað um 87 sent og er tunnan nú seld á 49,01 dal.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK