Erfiður rekstur sauðfjárbúa

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sauðfjárbúum hefur fækkað og tekjurnar lækka. Þessu fylgir verri afkoma þeirra. Aftur á móti hefur eiginfjárstaða kúabúa batnað á milli ára. En tekjur þeirra minnkuðu á milli ára. Þetta kemur fram í nýju rekstrar- og efnahagsyfirliti landbúnaðarins eru gefin út fyrir sauðfjárbú, kúabú og önnur nautgripabú eftir aðalstarfssemi.

Þau eru byggð á rekstrarframtölum en sett fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga.

Sauðfjárbúum fækkaði um 36

Árið 2017 höfðu 1.441 aðilar sauðfjárbúskap að aðalstarfsemi og hafði þeim fækkað um 36 frá árinu áður. Tekjur sauðfjárbúa námu 11,8 ma.kr. króna árið 2017 og lækkuðu því um 10,0% miðað við árið 2016. Afkoma sauðfjárbúa fyrir skatta (EBIT) dróst af þeim sökum saman um 56% milli áranna 2016 og 2017.

Af þeim 1.441 aðilum sem höfðu sauðfjárbúskap að aðalstarfsemi árið 2017 voru 520 sem höfðu færri en 100 fjár (36% af heildinni). Aðilar með færri en 100 fjár höfðu 1,2 ma.kr. í tekjur (11% af heildinni) en rekstrarafkoma þeirra fyrir fjármagnsliði reyndist neikvæð um 96 milljónir króna (en nettó afkoma allra búa 744 milljónir).

Kýr á útibeit í Flóanum í byrjun nóvember.
Kýr á útibeit í Flóanum í byrjun nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rekstrarhagnaður kúabúa 3,4 milljarðar 

614 aðilar höfðu ræktun mjólkurkúa að aðalstarfsemi árið 2017. Tekjur þeirra voru 21,9 milljarðar króna það ár, samanborið við 23,9 milljarða króna árið áður og höfðu tekjur þar með lækkað um 8,5% milli ára. Rekstrarafkoma kúabúa fyrir skatta (EBIT) nam 3,4 ma.kr. árið 2017.

Eignir jukust um 5,5% frá fyrra ári og skuldir um 2,2%. Þar með batnaði eiginfjárstaða kúabúa í heild fimmta árið í röð og var eiginfjárhlutfall í lok árs um 0%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK