Kæran hefur ekki bein áhrif á samruna

Ásgeir Einarsson.
Ásgeir Einarsson. mbl.is/Ásdís

Kæra Samkaupa til áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 11. september um að heimila samruna Olís hf. og Haga hf. mun ekki hafa nein bein áhrif á samrunaferlið nema annað verði ákveðið hjá áfrýjunarnefndinni, segir Ásgeir Einarsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við mbl.is.

Spurður hvort kæra Samkaupa hafi þau réttaráhrif að samrunaferlið fari í biðstöðu segir Ásgeir: „Nei. Þeir [samrunaaðilar] gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið og hún er í fullu gildi. Kæran á ekki að hafa nein áhrif á framkvæmd hennar nema annað verði ákveðið hjá áfrýjunarnefndinni.“

Þá segir Ásgeir að áfrýjunarnefndin hafi það sem kallast fullt endurskoðunarvald sem þýðir að nefndin getur breytt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins eða tekið nýja.

Mun hafa áhrif á allan markaðinn

Samkaup gera þá aðalkröfu að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að heimila samrunann verði felld úr gildi og samruninn ógiltur en til vara er þess krafist að áfrýjunarnefndin setji samrunanum frekari skilyrði og takmarkanir.

Samruni Haga hf. og Olís hf. fer í gegn nema …
Samruni Haga hf. og Olís hf. fer í gegn nema áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að annarri niðurstöðu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gangi samruninn eftir óbreyttur munu Hagar ná að styrkja markaðsráðandi stöðu sína enn frekar og draga þannig með alvarlegum hætti úr virkri samkeppni á dagvörumarkaði. Samruninn mun því hafa áhrif á allan markaðinn og mun fyrst og fremst bitna á neytendum,“ segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, fréttatilkynningu.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur 6 vikur frá málskoti til að úrskurða um mál. Kæra Samkaupa barst 8. Október.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK