Vísitala leiguverðs hækkar

Árshækkun vísitölu leiguverðs hefur verið ofar árshækkun vísitölu íbúðaverðs undanfarna …
Árshækkun vísitölu leiguverðs hefur verið ofar árshækkun vísitölu íbúðaverðs undanfarna níu mánuði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu um 1,4% á milli mánaða í nóvember og það annan mánuðinn í röð. Árshækkun vísitölu leiguverðs stendur nú í 9,2% sem er nálægt meðaltali tæplega síðustu fjögurra ára sem er 8,6%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði.

Árshækkun vísitölu leiguverðs hefur verið ofar árshækkun vísitölu íbúðaverðs undanfarna níu mánuði. Árshækkun leiguverðs mælist nú 9,2% en árshækkun vísitölu íbúðaverðs mælist 5,9% og hefur verið nokkuð stöðug síðan í apríl þegar hún mældist 5,4%.

Séu vísitölurnar bornar saman frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs hófust sést að vísitala íbúðaverðs hefur hækkað meira á þessum tæplega átta árum. Frá janúar 2011 hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu rúmlega tvöfaldast og vísitala leiguverðs hækkað um 95%.

Ljósmynd/Ils

Þjóðskrá Íslands birtir einnig fermetraverð leigu í þinglýstum leigusamningum eftir svæðum og hefur það að meðaltali hækkað mest á Suðurnesjum frá árinu 2011. Árið 2011 var meðalfermetraverð leigu á Suðurnesjum 987 krónur en í ár er leiga að meðaltali 2.029 krónur á fermetra en það er 106% hækkun.

Á sama tíma hefur fermetraverð leigu á Norðurlandi utan Akureyrar hækkað minnst eða um 54%. Á Suðurnesjum er áberandi mesta hækkunin á eins herbergja íbúðum en fermetraverð leigu þeirra hefur hækkað úr 1.062 krónum á fermetra í 3.584 krónur sem er 237% hækkun en vert að athuga að mjög fáir samningar liggja þar að baki.

Ljósmynd/Ils

Minnsta hækkunin á Suðurnesjum mælist á tveggja herbergja íbúðum en þær hafa að meðaltali hækkað um 93%. Á Norðurlandi utan Akureyrar hefur leiguverð á tveggja herbergja íbúðum hækkað minnst eða um 34% en fermetraverð þriggja herbergja íbúða mest eða um 67%. Fermetraverð leigu mælist hæst í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi eða að meðaltali 3.070 krónur.

Ljósmynd/Ils
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK