Ráðin forstöðumaður sameinaðs sviðs

Edda Hermannsdóttir.
Edda Hermannsdóttir.

Íslandsbanki hefur ákveðið að sameina markaðsmál, samskipti og greiningu. Edda Hermannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sameinaðs sviðs.

Edda hefur starfað sem samskiptastjóri bankans frá 2015 og starfaði áður sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og stundar stjórnunarnám í IESE í Barcelona.

„Skilin milli samskipta og markaðsmála minnka stöðugt með tilkomu aukinnar notkunar samfélagsmiðla og stafrænnar markaðssetningar. Nýtt svið [er] jafnframt í samræmi við þróun hjá bönkum á Norðurlöndunum. Þessar skipulagsbreytingar eru gerðar í kjölfarið af því að Guðmundur Arnar Guðmundsson sem starfað hefur sem markaðsstjóri ákvað að kveðja bankann,“ segir í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK