Kostnaður enn íþyngjandi hjá Sýn

Verð á bréfum Sýnar hefur ekki verið lægra síðan í …
Verð á bréfum Sýnar hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2015. Hæst fór það í 72,3 kr. á hlut í mars á síðasta ári en var 40,9 við lok dags í gær, sem er um 40% lækkun. Haraldur Jónasson/Hari

Brotthvarf Björns Víglundssonar, sem stýrði fjölmiðlahluta fjarskiptafélagsins Sýnar, úr starfi fyrr í vikunni er að mati heimildarmanna ViðskiptaMoggans talið endurspegla þá erfiðleika sem Sýn hefur átt í síðan félagið sameinaðist ljósvakahluta 365 miðla í desember 2017.

Í upprunalegri útgáfu samrunaskrár félaganna, sem ViðskiptaMogginn hefur undir höndum og birt var á vef Samkeppniseftirlitsins 10. maí 2017, var gert ráð fyrir að sameiningin myndi skila milljarðs króna samlegðaráhrifum sem koma áttu fram „mjög fljótt“. Reyndin hefur orðið önnur eins og félagið sjálft hefur tilkynnt, en í afkomuviðvörun í byrjun nóvember sl. var t.d. sagt frá frestun kostnaðarsamlegðar upp á 200 milljónir króna, sem átti að falla til árið 2019, en muni ekki koma fram fyrr en 2020.

Gengi Sýnar á hlutabréfamarkaði segir sína sögu. Verð á bréfum félagsins hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2015. Hæst fór það í 72,3 kr. á hlut í mars á síðasta ári en var 40,9 við lok dags í gær, sem er um 40% lækkun.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK