Loka síðasta útsölustaðnum

Verslun Dogma í Kringlunni hefur verið lokað. Verslunin var stofnuð …
Verslun Dogma í Kringlunni hefur verið lokað. Verslunin var stofnuð árið 2002 og var lengi vel á Laugavegi en nú fást vörur Dogma eingöngu á netinu. Ljósmynd/Aðsend.

Verslun Dogma í Kringlunni hefur verið lokað. Verslunin var stofnuð árið 2002 og var lengi vel á Laugavegi en nú fást vörur Dogma eingöngu á netinu. Að sögn Jóns Andrésar Valberg, framkvæmdastjóra Bolasmiðjunnar ehf. sem rekur Dogma, svarar rekstur verslunarinnar í Kringlunni ekki kostnaði og því var gripið til þessara aðgerða.

Erfiður rekstur 11 mánuði á ári

„Kostnaðurinn var of mikill. Það var ekkert að gera í 11 mánuði á ári. Íslendingar versla bara í desember,“ segir Jón Andrés en hann segir einnig að markaðurinn fyrir slíka búð sé breyttur og meiri samkeppni sé komin í sölu á gjafavöru. „Það er erfitt að reka svona verslun í verslunarmiðstöð í dag í 11 mánuði á ári. Ef allir mánuðir væru eins og desember væri þetta lítið mál,“ segir Jón Andrés við ViðskiptaMogga.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK