Vísar ásökunum um svik á bug

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hann vísar þeim ásökunum, sem Kevin Stanford og Karen Millen báru á hann og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, á bug.

Hreiðar segir bréf Stanford og Millen fullt af staðreyndavillum. Hann segist ekki hafa átt frumkvæði að kaupum Stanford á hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Hann vísar því einnig á bug að kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar.

„Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi,“ kemur fram í yfirlýsingunni.

„Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK