Berglind ráðin framkvæmdastjóri ON

mbl.is/Kristinn Magnússon

Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu en Berglind hefur gegnt starfinu tímabundið frá því í september. Starfið var auglýst laust til umsóknar í upphafi þessa árs.

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Berglind er sameindalíffræðingur með MBA-próf frá IESE í Barcelona. Hún var ráðin til Orku náttúrunnar á árinu 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða en fram kemur í tilkynningunni að hún hafi þá haft meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK