Vel undir veturinn búin

Már Guðmundsson seðlabankastjóri á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í …
Már Guðmundsson seðlabankastjóri á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Skjáskot/Alþingi

„Við erum vel undir veturinn búin,“ sagði Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem rætt var um skýrslu peningastefnunefndar og stöðu efnahagsmála í landinu.

Már var spurður að því af Álfheiði Eymarsdóttur, varaþingmanni Pírata, hvort Seðlabankinn væri með einhverja aðgerðaáætlun ef allt færi á versta veg í efnahagslífi landsins meðal annars með langvinnum verkföllum, miklum samdrætti í ferðaþjónustunni, auknu atvinnuleysi, meiri verðbólgu og minni hagvexti. Már sagði bankann ekki vera með einhverja áætlun uppi í hillu merkta þeim lista sem varaþingmaðurinn hefði nefnt.

„Hins vegar höfum við áratuga, og jafnvel árhundraða, reynslu annarra þjóða og okkar hvernig eigi að glíma við svona aðstæður. Það gengur út á það að milda höggið eins og hægt er og þú getur mildað það því meira sem þú ert með meira í hlöðunum. Það er ekkert flóknara heldur en það. Við höfum það núna, gjaldeyrisforðann, í afgangi ríkissjóða, lágri skuldastöðu, lágri skuldastöðu heimila og fyrirtækja líka, jákvæðri ytri stöðu þjóðarbúsins.“

Þannig væri Ísland vel undir veturinn búið og vísaði Már þar til sjónvarpsþáttanna „Game of Thrones“ þar sem talað væri gjarnan um að veturinn væri að koma. Már sagðist þó ekki vilja meina að efnahagslegur vetur væri á næsta leiti en Seðlabankinn og hagkerfið væri vel í stakk búið til þess að takast á við þær aðstæður ef til þeirra kæmi.

Frá fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun.
Frá fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Skjáskot/Alþingi
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK