Gildi skilaði 2,4% raunávöxtun

Árni Guðmundsson segir í tilkynningu að miðað við aðstæður sé …
Árni Guðmundsson segir í tilkynningu að miðað við aðstæður sé ávöxtun sjóðsins ásættanleg. mbl.is/Golli

Lífeyrissjóðurinn Gildi skilaði 2,4% raunávöxtun af fjárfestingarstarfsemi sinni í fyrra. Þannig jukust eignir sjóðsins um 43,9 milljarða króna milli ára og stóðu í 561,2 milljörðum króna um áramótin.

Langstærstur hluti eigna sjóðsins eru annars vegar eignarhlutir í félögum og sjóðum, eða 273,7 milljarðar króna og hins vegar skuldabréf sem standa undir 272 milljörðum af fjárfestingarsafni sjóðsins.

Erlend hlutabréf eru 25,2% af eignasafninu, ríkistryggð skuldabréf 24,9%, innlend hlutabréf 18,3% og önnur innlend skuldabréf eru 15,1% af eignasafninu. Rekstrarkostnaður sjóðsins nam 873 milljónum króna í fyrra og jókst um 67 milljónir milli ára, að því er fram kemur ´´i Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK