Lagt til að Brynjólfur verði stjórnarformaður

Brynjólfur Bjarnason
Brynjólfur Bjarnason Mynd/Sverrir Vilhelmsson

Tilnefningarnefnd Arion banka leggur til að Brynjólfur Bjarnason, núverandi varaformaður stjórnar, verði kjörinn formaður stjórnar Arion banka á aðalfundi bankans sem haldinn verður á miðvikudaginn.

Í tilkynningu frá bankanum kemur hverjir hafi boðið sig fram til stjórnar og leggur tilnefningarnefndin til þess að þeir verði kjörnir í stjórnina. Samkvæmt samþykktum bankans skal stjórnin skipuð fimm til átta einstaklingum, en í dag sitja sex í stjórninni.

Brynjólfur var áður framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands og þar áður forstjóri Símans og síðar Skipta. Þá var hann forstjóri Granda hf. frá 1984 til 2002.

Eva Cederbalk, stjórnarformaður, og Måns Höglund gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, en þau Liv Fiksdahl, Paul Richard Horner og Renier Lemmens bjóða sig fram í þeirra stað.

Samkvæmt tillögum tilnefningarnefndarinnar er lagt til að eftirtaldir sjö einstaklingar verði kjörnir: Benedikt Gíslason, Brynjólfur Bjarnason, Herdís Dröfn Fjeldsted, Liv Fiksdahl
Paul Richard Horner, Renier Lemmens og Steinunn Kristín Þórðardóttir.

Þá leggur tilnefninganefndin til að Ólafur Örn Svansson, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir og Þröstur Ríkharðsson verði kjörin sem varamenn. Þá gefa þeir Christopher Felix Johannes Guth og Sam Taylor kost á sér í tilnefninganefnd bankans.

Í tilkynningunni er haft eftir Evu Cederbalk að hún hverfi úr stjórninni einkum vegna annarra starfa, ferðalag sem þeim fylgja og persónulegra ástæðna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK