Kyrrsetning Max-þota gæti hækkað virði WOW

Samningsstaða WOW gæti hafa batnað í kjölfar kyrrsetninga Boeing MAX-þota …
Samningsstaða WOW gæti hafa batnað í kjölfar kyrrsetninga Boeing MAX-þota um heim allan þar sem WOW air er með Airbus-flota. mbl.is/Eggert

Kyrrsetning Boeing MAX-þota um heim allan hefur veikt stöðu Icelandair og jafnvel hækkað virði WOW air þar sem félagið notast við Airbus-flugvélar. Þetta er mat Kristjáns Sigurjónssonar, ritstjóra túrista.is.

Í nýrri færslu á vef sínum rekur Kristján viðræður Skúla Mogensen, framkvæmdastjóra og stofnana WOW air, við William Franke, stjórnanda Indigo Partners, um kaup á WOW air, en rúmur ársfjórðungur er frá því viðræðurnar hófust.

Kristján segir Skúla vera í nærri vonlausri stöðu þar sem fram kemur í nýju tilboði skuldabréfaeigenda að óskað er eftir því að þeir afskrifi kröfur sínar á WOW air um helgina. Það skýri hvers vegna Skúli leitaði aftur til Icelandair um síðustu mánaðamót.

Í ljósi kyrrsetningar á Boeing MAX-þotum um heim allan í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu um síðustu helgi hefur staða Icelandair hins vegar veikst að mati Kristjáns. Á sama tíma gæti verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-þotum hækkað umtalsvert síðustu sólarhringa, sérstaklega í augum forsvarsfólks Icelandair.

Það flugfélag gerir vissulega út á Boeing-þotur og blandaður flugfloti er ekki fyrsti kostur. Hann er þó kannski skárri valkostur en að þurfa að skera niður sumaráætlunina vegna flugvélaskorts,“ segir á vef túrista.

Í ljósi nýliðinna atburða segir Kristján að velta megi fyrir sér hvort nú sé tímapunktur fyrir Icelandair að taka yfir WOW air. „Skuldabréfaeigendur virðast tilbúnir í að taka á sig miklar afskriftir, samningsstaða Skúla hefur versnað enn frekar og mögulega er komin lausn á óhagstæðum leigusamningum WOW á Airbus-breiðþotum sem ekki er lengur not fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK