Sjálfskipað í stjórn Festar

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festar.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festar. mbl.is/Eggert

Aðalfundur hlutafélagsins Festar, sem á og rekur N1, Krónuna, Elko og vöruhúsið Bakkann, verður haldinn á fimmtudaginn og fer þá stjórnarkjör fram. Stjórn er skipuð fimm mönnum, en samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar verður sjálfkjörið þar sem fimm bjóða sig fram. Er um að ræða sömu fimm og sitja nú í stjórn félagsins.

Þau sem bjóða sig fram eru: Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, Guðjón Karl Reynisson, fyrrverandi forstjóri Hamleys í London, Kristín Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Skipta, Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður Félags atvinnurekenda, og Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka og Gnúps.

Margrét er núverandi formaður stjórnar og Þórður varaformaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK