EFLA í útrás

Ljósmynd/EFLA

EFLA verkfræðistofa hefur gengið frá kaupum á ráðgjafafyrirtækinu Ispol Projekt í Póllandi. Ispol sérhæfir sig í alhliða undirbúningi og hönnun flutningslína og spennistöðva. Þar með eru taldar loftlínur, jarðstrengir og ljósleiðarar ásamt tengivirkjum.

Meðal helstu viðskiptavina Ispol Projekt eru PSE, opinbert fyrirtæki sem á og rekur pólska orkuflutningskerfið, dreifiveitur í Póllandi og verktakar á þessu sviði. EFLA hefur í yfir áratug verið í samstarfi við Ispol og átti fyrir lítinn hlut í fyrirtækinu en eignast það nú að fullu. Hjá Ispol starfa um 30 manns og eru höfuðstöðvar starfseminnar í Lodz í Póllandi, samkvæmt fréttatilkynningu.

EFLA verkfræðistofa er alhliða ráðgjafarfyrirtæki á fjölbreyttum sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Fyrirtækið vinnur að uppbyggingu og þróun orkuflutnings- og dreifikerfa, og er leiðandi í hönnun orkuflutningsmannvirkja. Á því sviði er EFLA með starfsemi í dóttur- og hlutdeildarfélögum í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi, auk þess að vinna að verkefnum víða um heim, segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK