Eyjólfur sækist eftir endurkjöri

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, á fundinum í morgun.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyjólfur Árni Rafnsson gefur áfram kost á sér í embætti formanns Samtaka atvinnulífsins, en því hefur hann gegnt frá árinu 2017, að því er fram kemur í fréttatilkynningu samtakanna. Þá hefst rafræn kosning meðal aðildarfyrirtækja í þessari viku.

„Þann tíma sem ég hef sinnt formennsku í Samtökum atvinnulífsins hefur veruleg vinna farið fram milli aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að skapa atvinnulífinu fyrirsjáanleg og góð starfsskilyrði,“ er haft eftir Eyjólfi í tilkynningunni.

„Vaxandi órói á vinnumarkaði og verkfallsátök geta hins vegar orðið til þess að það þrengi að heimilum og fyrirtækjum næstu misserin. Það vill enginn. Aðstæður í efnahagslífinu hafa gjörbreyst á innan við ári og eru mjög viðkvæmar. Með réttum ákvörðunum má halda áfram að bæta lífskjör fólks og hag fyrirtækja,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK