Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Kröfuhafar WOW air komu saman á fundi í kvöld til …
Kröfuhafar WOW air komu saman á fundi í kvöld til að ræða áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. AFP

Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum.

Fram kom á mbl.is í gærkvöldi að áætlunin gangi út á að bjóða hin 51% til sölu. Rætt er um 40 milljónir dala, eða um 5 milljarða króna, fyrir hlutinn.

Með þessu á að endurreisa WOW air og gera reksturinn lífvænlegan.

„Það fór fram fundur sem var jákvæður. Það er verið að safna staðfestingum,“ sagði einn eigenda skuldabréfa félagsins.

Þegar nauðsynlegum meirihluta kröfuhafa og skuldabréfaeigenda er náð virkjast áðurnefnd áætlun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK